Gæludýr.is

Frumsýning Litlu HryllingsbúðarinnarMynd/MAk

Frumsýning Litlu Hryllingsbúðarinnar

Í kvöld verður Litla Hryllingsbúðin, í leikstjórn Bergs Þórs Ingólfssonar, frumsýnd í Samkomuhúsinu á Akureyri. Eftir skemmtilegt undirbúnings- og æfingaferli er nú komið að frumsýningardegi. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Menningarfélagi Akureyrar, þar segir einnig:

Litla Hryllingsbúðin er söngleikur eftir Alan Irwin Menken og Howard Ashman og var frumsýndur í litlu leikhúsi í New York árið 1982 og er hann lauslega byggður á fátæklegri gamanmynd með sama nafni frá árinu 1960. Þetta er fjórða uppsetningin í íslensku atvinnuleikhúsi, en fyrir átján árum setti Leikfélag Akureyrar verkið upp þar sem Guðjón Davíð Karlsson (Gói) fór með hlutverk hins ólukkulega Baldurs.
Þetta er fyrsta leikstjórnarverk nýs leikhússtjóra fyrir Leikfélag Akureyrar.

Frumsýningardagur er alltaf líflegur og skemmtilegur og líklegt að mikill spenningur ríki meðal aðstandenda sem og leikara sýningarinnar.  Aðalhlutverk eru í höndum þeirra Ólafíu Hrannar, Kristinns Óla (Króla), Birtu Sólveigar og húsvíkingsins Arnþórs Þórsteinssonar.
Litla Hryllingsbúðin er stútfull af gleði og glaumi, rokki og róli, gamansömum dramaatriðum og dramatískum gamanatriðum. Hægt er að kynna sér söngleikinn nánar í rafrænni leikskrá hér. 

Sambíó

UMMÆLI