Listasafnið á Akureyri

Fyrst til að sigra á ISU móti á skautum

Ísold Fönn Vilhjálmsdóttir. Mynd: Skautasamband Íslands.

Ísold Fönn Vilhjálmsdóttir kom, sá og sigraði keppnisflokkinn Advanced Novice á Grand Prix mótinu í Bratislava um helgina. Þetta er í fyrsta skiptið sem íslendingur sigrar á ISU móti í listhlaupi á skautum og þetta því sögulegur árangur. Hún fékk 93,39 stig samtals úr báðum prógrömmum og varð fyrst af 33 keppendum. Hún var eini keppandinn frá Íslandi en samtals voru keppendur frá 10 löndum að taka þátt.

Þetta er frábær árangur í listhlaupi á skautum erlendis en Ísold er aðeins 11 ára gömul.

Sambíó

UMMÆLI