Fyrsta skóflustunga að nýjum leikskóla í Hagahverfi verður tekin á morgun

Fyrsta skóflustunga að nýjum leikskóla í Hagahverfi verður tekin á morgun

Fyrsta skóflustunga að nýjum leikskóla í Hagahverfi verður tekin á morgun, þriðjudaginn 20. maí klukkan 15.00.

Leikskólinn hefur fengið nafnið Hagasteinn og verður með átta leikskóladeildum ásamt starfsmanna- og stoðrýmum. Skóflustungan verður tekin á framkvæmdasvæðinu við Naustagötu 9 kl. 15.00 á morgun.

Akureyrarbær og Húsheild ehf. skrifuðu undir samning um hönnun og byggingu leikskólans síðastliðið haust. Lóð leikskólans er um 9.328 m² að stærð og gert er ráð fyrir 40-50 bílastæðum á lóðinni. Byggja skal einnar hæðar byggingu sem verður um 1.665 m². 

Markmiðið er að bæta úr þörf fyrir 8 deilda leikskóla við Naustagötu 9 í Hagahverfi á Akureyri og að öll aðstaða fyrir börn og starfsfólk verði til fyrirmyndar. Leikskólinn verður fyrir um 156 börn á 8 deildum, Gert er ráð fyrir allt að 47 stöðugildum i leikskólanum en mestur getur fjöldinn orðið 55 samtímis, vegna afleysinga og sérstuðnings.

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó