Listasafnið á Akureyri

Fyrsta smitið á Akureyri staðfest

Fyrsta smitið á Akureyri staðfest

Fyrsta smitið vegna kórónuveirunnar, COVID-19 hefur verið staðfest á Akureyri. Samkvæmt upplýsingum á covid.is er nú eitt smit á Norðurlandi eystra en 25 einstaklingar eru í sóttkví.

Samkvæmt heimildum Kaffið.is er smitið sem hefur verið staðfest á Norðurlandi eystra á Akureyri.

Alls eru smit á Íslandi nú 171 en 168 þeirra eru á Suðurlandi og á Höfuðborgarsvæðinu.

Ef þú finnur fyrir einkennum eða óttast smit hringdu þá í 1700.Veikir einstaklingar eru sérstaklega beðnir um að mæta ekki á bráðamóttöku sjúkrahúsa eða á heilsugæslustöðvar nema að fengnum ráðleggingum í síma.Upplýsingar um veiruna og viðbrögð á vef Embættis Landlæknis.

UMMÆLI

Sambíó