Gæludýr.is

Garðfuglahelgin 2025

Garðfuglahelgin 2025

Dagana 24.-27. janúar verður Garðfuglahelgin verður haldin á vegum Fuglaverndar. Á vefnum eru nytsamlegar upplýsingar um hvernig talningin fer fram ásamt fyrri niðurstöðum. Einnig eru þar handhæg eyðublöð og ýmis hjálpartól sem eru gagnleg við talninguna.

Á vef Fuglaverndar segir:

Gott er að hefja undirbúning talningar nokkrum dögum áður með því að hefja daglegar fóðurgjafir til að lokka að fugla. Framkvæmd athugunarinnar er einföld. Það eina sem þátttakandi þarf að gera er að fylgjast með garði í einn klukkutíma í einn dag yfir tiltekna helgi. Skrá hjá sér hvaða fugla viðkomandi sér og mesta fjölda af hverri tegund á meðan athugunin stendur yfir, þ.e. þá fugla sem eru í garðinum en ekki þá sem fljúga yfir.

Hér má nálgast frekari upplýsingar um Garðfuglahelgina.

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó