Gengið vel í Sundlaug Akureyrar eftir að opnað var aftur

Gengið vel í Sundlaug Akureyrar eftir að opnað var aftur

Allt hefur gengið vel í Sundlauginni á Akureyri eftir að opnað var aftur í kjölfar tilslakanna á sóttvarnarreglum 10. desember síðastliðinn.

Pálína Dagný Guðnadóttir, verkefnastjóri rekstrar Sundlaugarinnar, segir í samtali við Kaffið að vel hafi gengið að fylgja settum reglum í lauginni og að starfsfólk hafi ekki orðið vart við neinar hópamyndanir.

Sjá einnig: „Við hlökkum mikið til að taka á móti gestum að nýju í Sundlaug Akureyrar“

„Hér hefur allt gengið afar vel eftir að opnað var aftur. Við fáum reglulega fyrirspurnir um hvort það sé löng bið til að fara ofan í en það hefur ekki verið svo mikil aðsókn enn. Það hefur þó verið dreifður en reglulegur straumur sundgesta hingað svo við erum ekki að sjá neinar hópamyndanir. Hér er grímuskylda í afgreiðslunni og gildir 2ja metra reglan á öðrum svæðum, þar með talið í klefum, pottum og laugum,“ segir Pálína.

UMMÆLI

Sambíó