Prenthaus

Gera grín að túlkun Akureyringa á veðrinu: „Bíllinn bara bráðnaður í þessum Akureyrar hita“

Gera grín að túlkun Akureyringa á veðrinu: „Bíllinn bara bráðnaður í þessum Akureyrar hita“

Facebook-hópurinn Geggjað veður á Akureyri telur nú um 6500 einstaklinga. Í hópnum er gert grín að túlkun Akureyringa á veðrinu í bænum.

„Þessi síða er ætluð ljósmyndum og frásögnum af geggjuðu veðri á Akureyri. Geggjað veður getur verið að sumri jafnt sem vetri. Engu að síður er það geggjað. Það má vera fólk á myndinni. Þeir sem birta myndir eða frásagnir þar sem öðruvísi veður á við eða af öðrum landshlutum verður vísað úr hópnum og eiga ekki afturkvæmt. Góðar stundir og verið velkomin til Akureyrar einhvern daginn,“ segir í lýsingu á hópnum.

Meðlimir hópsins eru duglegir að birta myndir og texta sem gefa það í skyn að veðrið á Akureyri sé alltaf frábært, að minnsta kosti mun betra en annars staðar á landinu.

Hér að neðan má sjá nokkur dæmi um grín úr hópnum en hópinn má finna á Facebook með því að smella hér. Eru Akureyringar svona veruleikafirrtir?

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó