Gert ráð fyrir 15 stiga frosti á Akureyri

Það mun kólna enn frekar í veðri þegar líður á vikuna og næstu helgi verður talsvert frost um allt land. Veðurstofa Íslands gerir ráð fyrir allt að 15 stiga frosti á Akureyri næstkomandi sunnudagskvöld en það mun byrja að kólna á fimmtudagskvöld.

Teitur Arason, veðurfræðingur á Veðurstofu Íslands, segir að það muni snjóa í dag og það verði mikið frost á Norðurlandi. Hann bendir vegfarendum á að fara varlega í hálkunni.„Það er hálf­gerð hálkutíð þessa vik­una. Þegar veðrið er í kring­um frost­mark þá þiðnar og fryst­ir á víxl og fólk verður að vera á varðbergi,“ segir Teitur í samtali við Morgunblaðið.

UMMÆLI