Gestir í Sundlaug Akureyrar fengu vöfflur

Gestir í Sundlaug Akureyrar fengu vöfflur

Þessa dagana stendur yfir viðhald á eldra laugarkerinu í Sundlaug Akureyrar. Verið er að skipta um dúk og flísar á bökkunum við laugina. Gamli dúkurinn var orðinn of harður og sprunginn og laugin var farin að leka.

Laugin er mikið notuð og hefur lokunin þrengt mjög að aðstöðu fyrir gesti og nemendur sem sækja skólasund í sundlaugina. Starfsfólk Sundlaugar Akureyrar bauð gestum upp á vöfflur og kaffi í dag til að þakka fyrir þolinmæði á meðan viðhaldið stendur yfir.

Aðsókn í Sundlaug Akureyrar hefur aukist gífurlega eftir að nýjar rennibrautir voru teknar í notkun síðasta sumar. Með gríðarlegri aukningu í aðsókn er enn ýmislegt sem þarf að bæta og laga.

Elín Heiðdís Gísladóttir, forstöðumaður Sundlaugar Akureyrar, ræddi við Kaffið um stöðu sundlaugarinnar á dögunum en viðtal við hana má lesa með því að smella hér.

Sambíó

UMMÆLI