Eftir þessa viku lýkur einni óhollustu viku ársins. Landsmenn háma í sig bollur, saltað kjöt og baunir og í dag ljúkum við herlegheitunum með óhóflegu sælgæti. Öskudagurinn var haldinn hátíðlegur víðsvegar um landið í dag og samfélagsmiðlar hjá mörgum er nú yfirfullir af ungum sem öldnum í skemmtilegum búningum. Hér ætlum við að deila nokkrum myndum frá deginum í dag, en þetta er einungis brot af þeim myndum sem breiðast út eins og eldur í sinu um internetið í dag.
Þessar hérna koma frá Akureyrarbæ en hægt er að sjá fleiri HÉR.



Næst koma nokkrar frá Menntaskólanum á Tröllaskaga en þar komu mörg börn og sungu fyrir nammi, HÉR er hægt að skoða fleiri.



Að lokum kemur ein frá Verkmenntaskólanum á Akureyri þar sem kennarar hafa klætt sig í grímubúninga

UMMÆLI