Gloria eftir Vivaldi á páskatónleikum Sinfóníuhljómsveitar Norðurlands í Hofi

Gloria eftir Vivaldi á páskatónleikum Sinfóníuhljómsveitar Norðurlands í Hofi

Hin kraftmikla GLORIA eftir Vivaldi verður flutt af Sinfóníuhljómsveit Norðurlands ásamt Kammerkórnum Hymnodia og einsöngvurum í Menningarhúsinu Hofi um páskana.

Á efnisskánni er einnig Concerto í C fyrir tvo trompeta og hljómsveit eftir Vivaldi og Credo in F eftir Antonio Lotti.

Einsönvarar verða Hildigunnur Einarsdóttir og Hellena Guðlaug Bjarnardóttir, Einleikarar á trompet Vilhjálmur Ingi Sigurðsson og Jóhann Stefánsson.

Páskatónleikar Sinfóníuhljómsveitar Norðurlands er jafnan vinsælustu tónleika dagskrárárs hennar. Undanfarin ár hafa þeir verið endurteknir í Reykjavík fyrir fullu húsi í Hallgrímskirkju og Langholtskirkju. Því miður verður ekki að því núna vegna fjöldatakmörkunum.

Á tónleikunum mun umdæmisstjóri Rótarýhreyfingarinnar á Íslandi, Soffía Gísladóttir í Rótarýklúbbi Akureyrar, veita tveimur afburðatónlistarkonum glæsilega styrki sem árlega eru veittir til tónlistarnemenda í framhaldsnámi á háskólastigi. Styrkveitingin fer nú í fyrsta skipti fram utan höfuðborgarsvæðis. Af þessu tilefni syngur Bryndís Guðjónsdóttir sópransöngkona aríu. Um undirspil sér okkar landsþekkti píanóleikari,  Helga Bryndís Magnúsdóttir. Auk þess mun Erna Vala Arnardóttir leika La Valse eftir Ravel.

Tónleikarnir eru á skírdag, 1. apríl 2021. Miðasala fer fram á mak.is. Takmarkað miðaframboð.

UMMÆLI

Sambíó