Góð mæting á opnunardegi Bragga Parksins

Góð mæting á opnunardegi Bragga Parksins

Ný brettaaðstaða opnaði á Akureyri í gær. Bragga Parkið opnaði dyrnar eftir rúman ársundirbúning og mátti sjá að margir hafa beðið með eftirvæntingu eftir opnuninni.

Húsið opnaði fyrir einstaklinga yngri en 16 ára klukkan 14:00 og eftir 18:00 var opið fyrir 16 ára og eldri. Sama fyrirkomulag verður í Parkinu í dag og á morgun. Fyrstu dagana verður boðið upp á fría kynningaropnun fyrir gesti.

Aðstaðan er eingöngu ætluð hjólabrettum, venjulegum hlaupahjólum, línuskautum og BMX hjólum. Hægt verður að nýta frístundarstyrk Akureyrarbæjar til þess að kaupa árskort í Parkið.

UMMÆLI