Goðamót Þórs fer fram næstu helgi

Goðamót Þórs fer fram næstu helgi

Ákveðið hefur verið að halda plönum varðandi Goðamót Þórs óbreyttum eftir samráðs fund knattspyrnudeildar Þórs og ÍSÍ, KSÍ, HSÍ og KKÍ. Óvíst var hvort viðburðurinn færi fram vegna kórónaveirunnar en opinber afstaða ÍSÍ kom fram fyrir liðna helgi þar sem m.a. kom fram að ekki væri ástæða til að fresta viðburðum á meðan samkomubann væri ekki í gildi. Þessi afstaða breyttist ekki eftir fundi ÍSÍ með sérsamböndum boltaíþróttanna í gær.

Það verða þó gerðar ýmsar varúðarráðstafanir á meðan mótinu stendur, meðal annars til að tryggja hreinlæti. Mótshaldarar munu setja upp hlið við innganga Bogans þar sem starfsmenn munu sjá til þess gestir sótthreinsi hendur sínar við komuna.

Í tilkynningu frá Þór er einnig beint þeim tilmælum til forráðamanna að hverju barni fylgi ekki meira en tveir aðstandendur á leikstað. Það verður þó ekki bannað fleirum að fylgja hverju barni.

UMMÆLI

Sambíó