Goðamót Þórs leggja Minningarsjóði Baldvins lið

Goðamót Þórs leggja Minningarsjóði Baldvins lið

Goðamót Þórs hafa lagt Minningasjóði Baldvins Rúnarssonar lið með 300 þúsund króna framlagi. Upphæðin er sú sama og hefði kostað að kaupa þátttökupeninga fyrir Goðamótin 2019-2020. Þetta kemur fram á vef Þórs.

Þar segir að tilgangur Minningasjóðsins sé að styrkja  einstaklinga, hópa eða félög á sviði íþrótta- og mannúðarmála.

Það var Gestur Arason gjaldkeri knattspyrnudeildar Þórs sem afhenti fulltrúum sjóðsins peningana í dag en  um helgina fer fram 64. Goðamót Þórs þar sem drengir í 6. Flokki eru í aðalhlutverkinu.

Á myndinni sem er tekin af vef Þórs eru talið frá vinstri: Hermann Helgi Rúnarsson bróðir Baldvins og Arnar Geir Halldórsson stjórnarmenn í sjóðnum, Gestur Arason gjaldkeri knattspyrnudeildar og Orri Sigurjónsson í sjóðsstjórn. 


Goblin.is

UMMÆLI

Sambíó