Græn­lend­ing­ar hittast og kveikja á kert­um fyr­ir Birnu

Græn­lend­ing­ar hittast og kveikja á kert­um fyr­ir Birnu

Hóp­ur Græn­lend­inga ætl­ar að hittast fyr­ir utan ræðismanns­skrif­stofu Íslands í Nuuk, höfuðborg Græn­lands, klukk­an sjö í kvöld til að kveikja á kert­um fyr­ir Birnu Brjáns­dótt­ur.

Grænlendingar taka málið mjög nærri sér en lögreglan hefur tvo grænlenska skipverja í haldi sem taldir eru tengjast málinu.

„Þetta mál hef­ur haft djúp­stæð áhrif á mig og allt þjóðfé­lagið,“ sagði Aviâja E. Lynge í sam­tali við græn­lensku frétta­vefsíðunni Sermitsiaq AG.

„Við eigum náin tengsl við Ísland og viljum sýna samúð,“ bætti Aviâja E. Lynge við.


Sambíó

UMMÆLI