Greifinn kaupir Sprett-inn

Greifinn kaupir Sprett-inn

Greifinn á Akureyri hefur keypt rekstur Sprettsins og tekið við rekstrinum. Þetta kemur fram á vef N4 í dag.

Þar segir að engar breytingar séu fyrirhugaðar á starfsmannahaldi, vöruúrvali eða þjónustu á Sprett-inum enda hefur staðurinn verið verið í góðum rekstri undanfarin ár.

Arinbjörn Þórarinsson framkvæmdastjóri Greifans segist sjá ákveðna samlegð í tengslum við þessi viðskipti á N4.is.

“Við sjáum fram á ákveðna samlegð s.s. í undirbúningsvinnu, skrifstofuhaldi og þjónustulausnum sem halda þarf úti. Sem dæmi eru fjárfestingar í lausnum sem snúa að því að fólk geti pantað í gegnum vef og eða APP, það stórar að það er erfitt fyrir einstaka staði að standa undir í dag en nauðsynlegar ef fyrirtæki ætla að vera framarlega á þessum markaði. Ekki síst þar sem menn er að keppa við fyrirtæki sem starfa á landsvísu eða jafnvel alþjóðavísu með margfalda veltu okkar. Þegar kemur að því að fólk vilji sækja sér mat þá teljum við að staðsetning og aðkoma að Sprettinum sé eins og best verður á kosið og því mun áherslan áfram vera þar,“ segir Arinbjörn við N4.

Samanlagður starfsmannafjöldi Greifans og Sprettsins verður um 100 manns í um 50 stöðugildum.

VAMOS AEY

UMMÆLI