Grímuskylda í strætisvögnum á Akureyri

Grímuskylda í strætisvögnum á Akureyri

Frá og með hádegi í dag, 31. júlí, ber farþegum í strætó á Akureyri skylda til að bera andlitsgrímu, sem hylur nef og munn, um borð í vögnunum. Þetta er gert í ljósi hertra aðgerða vegna Covid-19 faraldursins sem ríkisstjórnin kynnti á fréttafundi í gær.

Þeim sem ekki bera grímur verður óheimilt að ferðast með vögnum SVA samanber ákvörðun heilbrigðisráðherra. Farþegar munu sjálfir bera ábyrgð á því að verða sér út um eigin andlitsgrímur og bera þær við noktun almenningssamganga.

Grímuskyldan er hluti af aðgerðum stjórnvalda til að hefta útbreiðslu kórónuveirunnar. Börn fædd 2005 eða síðar eru undanþegin grímuskyldunni.

Nánar má lesa um gildandi takmarkanir á síðu Almannavarna hér.

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó