Grjótagjá í Mývatnssveit lokað fyrir baðferðir

Grjótagjá í Mývatnssveit lokað fyrir baðferðir

Land­eig­end­ur í landi Voga í Mý­vatns­sveit hafa ákveðið að loka fyr­ir Kvenna­gjá í hell­in­um Grjóta­gjá. Þetta kemur fram í frétt Morgunblaðsins. Hellirinn hefur lengi vel verið vinsæll baðstaður en einn landeigenda, Ólöf Hallgrímsdóttir, segir aðkomuna oft og tíðum verið mjög slæma og því hafi þau ákveðið að loka fyrir kvennagjánna tímabundið.
Í samtali við Morgunblaðið lýsir hún því hvernig virðingarleysi gesta sé algjört. Þá sé ekkert farið eftir skiltunum sem þar standa og umgengnin sé hræðileg. „Þarna er fólk að hafa hægðir, þvo skóna sína, þvo leirtauið, bursta tenn­urn­ar og einnig hafa sum­ir sofið þarna í gjánni,“ er haft eftir Ólöfu í Morgunblaðinu.

Klósettpappír í Grjótagjá eftir óboðna gesti. 

Á skiltunum í kring stendur skýrt að ekki sé leyfilegt að baða sig í hellinum en því hafi ekki verið farið eftir. Nú hafa landeigendur sett girðingu fyrir gjána og læst til að varna því að fólk stelist í vatnið. Enn er þó hægt að skoða og taka mynd­ir af hell­in­um. Ólöf seg­ir eig­end­ur ráðalausa og því var ákveðið að grípa í þessa tíma­bundnu lausn meðan beðið er eft­ir deili­skipu­lagi fyr­ir lands­svæðið.

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó