Gróðursetja tré fyrir hvern seldan miða

Gróðursetja tré fyrir hvern seldan miða

Leikfélag Menntaskólans á Akureyri mun í samstarfi við Akureyrarbæ gróðursetja eitt tré fyrir hvern seldan miða á sýninguna Inn í skóginn.

Sjá einnig: Leikfélag Menntaskólans sýnir Inn í skóginn

Á vef Akureyrarbæjar segir að verkefnið sé táknrænt og skemmtilegt með tilvísun í titil leikritsins. Frumkvæðið hafi komið frá leikfélaginu sem fékk síðan Akureyrarbæ í lið með sér.

„Hugmyndin kviknaði fyrst sem hálfgert grín en við nánari skoðun reyndist hún alls ekki svo galin. Leikfélagið hafði samband við Akureyrarbæ og það var ákveðið að þetta yrði að veruleika,“ segir á vef bæjarins.

Trén verða gróðursett af meðlimum leikfélagsins næsta sumar innan bæjarmarka Akureyrar.

Leikfélag Menntaskólans á Akureyri vill með þessu hugsa vel um umhverfið, koma menntskælingum í snertingu við náttúruna og skilja eftir sig áþreifanlegar minningar um sýninguna Inn í skóginn.

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó