Grunur um íkveikju þegar eldur kom upp í GlerárskólaMynd: Kaffid.is/ Jónatan Friðriksson

Grunur um íkveikju þegar eldur kom upp í Glerárskóla

Ekki er útilokað að um íkveikju með flugeldum hafi verið að ræða þegar eldur kom upp í Glerárskóla í kvöld. Allt tiltækt slökkvi- og lögreglulið var kallað til en um 20-30 viðbragðsaðilar mættu á svæðið.

Lögreglan stóð fyrir leit um svæðið á meðan unnið var við að slökkva eldinn og hefur óskað eftir að fá afnot af myndbandsupptökum úr skólanum. Íbúar á svæðinu urðu varir við flugelda- og rakettusprengingar við skólann fyrr í kvöld.

Sjá einnig: Eldur í Glerárskóla – Myndir

Engar frekari upplýsingar er að fá að svo stöddu en verið er að rannsaka málið. Eldvarnarhurðir í skólanum héldu og fór eldurinn því bara um eitt rými.

Um þessar mundir er unnið að reykræstingu en búið er að slökkva eldinn, töluverðan reyk leggur þó enn frá byggingunni. Rafmagnsleysi varð í kvöld í kjölfar eldsins í Holta-, Gilja- og Síðuhverfi, meðal annars á slökkvistöðinni sem tafði slökkviliðið um stund í útkallinu. Rafmagnið er þó komið á aftur í öllum hverfum. Eldurinn átti upptök í kjallara í A-álmu þar sem er spennistöð sem gæti hafa orsakað rafmagnsleysið.

UMMÆLI

Sambíó