Guðmundur Hólmar að snúa til baka úr meiðslum

Handboltakappinn Guðmundur Hólmar Helgason hefur verið frá keppni í handbolta frá því í febrúar. Þá meiddist hann illa á æfingu með liði sínu Cesson-Rennes og sleit tvö liðbönd í ökkla. Guðmundur hefur verið lykilmaður í liði Cesson-Rennes í frönsku deildinni en þar spilar hann ásamt frænda sínum Geir Guðmundssyni.

Guðmundur spilaði fimm mínútur í naumu tapi liðsins gegn Saran í fyrstu umferð frönsku deildarinnar í síðustu viku. Leikurinn endaði 30-29 en Guðmundur náði ekki að skora. Geir Guðmundsson skoraði eitt mark í leiknum.

Cesson-Rennes mæta Nantes í 2. umferð deildarinnar í kvöld. Nantes er eitt af sterkustu liðum deildarinnar. Í spjalli við Kaffið segist Guðmundur vonast til þess að fá að spila einhverjar mínútur í þessum stórleik en Nantes og Cesson-Rennes eru nágrannalið.

 

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó