Krónan Akureyri

Guðni Forseti óskar Birki til hamingju: „Enn bætist í hóp víðfrægra söngvara frá Akureyri“

Guðni Forseti óskar Birki til hamingju: „Enn bætist í hóp víðfrægra söngvara frá Akureyri“

Hamingjuóskunum hefur rignt yfir söngvarann Birki Blæ Óðinsson sem vann sigur í sænsku Idol keppninni í gærkvöldi. Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands er á meðal þeirra sem hefur sent Birki kveðjur í kjölfar sigursins.

„Ég óska Birki Blæ Óðinssyni hjartanlega til hamingju með glæsilegan sigur í sænsku Idol-keppninni. Ekki amalegt að ná þeim árangri í Svíþjóð, heimalandi Abba, í höll kenndri við Avicii heitinn, þann merka tónlistarmann. Og enn bætist í hóp víðfrægra söngvara frá Akureyri, höfuðstað Norðurlands. Aftur til hamingju, Birkir Blær,“ skrifar Guðni á Facebook.

Sjá einnig: Birkir Blær sigurvegari sænska Idolsins 2021

Sambíó

UMMÆLI

Ketilkaffi