Gul viðvörun á Norðurlandi eystra á morgun

Gul viðvörun á Norðurlandi eystra á morgun

Gefin hefur verið út gul viðvörun fyrir Norðurland eystra, Norðurland vestra og Strandir á morgun. Viðvörunin tekur gildi um kl. 11 á morgun og stendur til kl. 01.00 aðfaranótt þriðjudagsins 5. maí.

Skv. tilkynningunni er spáð norðaustanátt, víða 15-23 m/s en hvassara i vindstrengjum vestast á svæðinu. Búist er við mjög snörpum vindhviðum við fjöll, staðbundið yfir 40 m/s. Varasamt fyrir ökutæki sem taka á sig mikinn vind.

Veðurspáin skánar þó strax á þriðjudag, 5. maí, þegar spáð er allt að 10 stiga hita og glampandi sól á Akureyri.

UMMÆLI

Sambíó