Krónan Akureyri

Gunnar og Kamilla leiðbeina ungskáldum

Gunnar og Kamilla leiðbeina ungskáldum

Rithöfundarnir Gunnar Helgason og Kamilla Einarsdóttir eru leiðbeinendur í ritlistasmiðju Ungskálda 2022 sem haldin verður í Verkmenntaskólanum á Akureyri laugardaginn 15. október. Hér er komið tilvalið tækifæri fyrir ungt fólk á aldrinum 16-25 ára með áhuga á ritlist til að eflast og fræðast.

Dagskrá:
Kl. 09.50-10.00 Mæting í Verkmenntaskólann
Kl. 10.00-12.30 Gunnar Helgason, smiðja og vinnustofa
Kl. 12.30-13.00 Hádegishlé, saðsamur hádegismatur í boði Ungskálda
Kl. 13.00-15.30 Kamilla Einarsdóttir, smiðja og vinnustofa
Kl. 15.30 Ritlistasmiðju lýkur.

Skráning er til og með 13. október.
Ekkert þátttökugjald en skráning nauðsynleg.
Skráningareyðublað HÉR

Samhliða verður efnt til ritlistasmiðjunni Ungskálda þar sem veitt eru peningaverðlaun fyrir efstu þrjú sætin og einnig ritlistakvölds.

Allar nánari upplýsingar er á heimasíðunni ungskald.is.

Verkefnið er styrkt af Uppbyggingarsjóði Norðurlands eystra og Akureyrarbæ.

Sambíó

UMMÆLI

Krónan Akureyri