Akureyri Handboltafélagi hefur borist liðsstyrkur þar sem Gunnar Valdimar Johnsen er genginn til liðs við félagið en hann kemur að láni í eitt ár frá Stjörnunni.
Gunnar er 21 árs gamall og er rétthent skytta en getur leyst nokkrar stöður á vellinum.
Hann kom við sögu í 14 leikjum með Stjörnunni í Olís-deildinni á síðustu leiktíð og skoraði í þeim átján mörk en Stjarnan hafnaði í 7.sæti deildarinnar. Þá lék Gunnar einnig 8 leiki með Stjörnunni U í Grill 66-deildinni þar sem hann skoraði 48 mörk eða sex mörk að meðaltali í leik. Árið á undan var Gunnar næstmarkahæsti leikmaður 1.deildarinnar þegar hann skoraði 148 mörk í 21 leik fyrir Stjörnuna.
Gunnar fór mikinn í leik Stjörnunnar U og Akureyrar á síðustu leiktíð þegar Akureyri vann nauman sigur í Garðabæ, 25-26. Gunnar var besti maður Stjörnunnar og skoraði níu mörk.
Á seinni hluta leiktíðar lék Gunnar með Gróttu í Olís-deildinni þar sem hann skoraði 28 mörk í 8 leikjum.
Hann hefur æft með Akureyri undanfarnar vikur og lék til að mynda með liðinu í Norðlenska Greifamótinu á dögunum.
Mynd og frétt: akureyri-hand.is
UMMÆLI