Hafa áhyggjur af samkeppnishæfni Akureyrarbæjar

Hafa áhyggjur af samkeppnishæfni Akureyrarbæjar

Bæjarfulltrúar á Akureyri hafa áhyggjur af samkeppnishæfni bæjarins á atvinnumarkaði. Lítil fjölgun hefur verið á Akureyringum að undanförnu en Akureyringum hefur fjölgað um tæp fimm prósent á síðustu fimm árum. Á sama tíma hefur íbúum á landsvísu fjölgað um átta prósent. Þetta kemur fram á vef RÚV í dag.

Samkeppnishæfni Akureyrarbæjar var til umræðu á bæjarstjórnarfundi í vikunni. Berglind Ósk Guðmundsdóttir, bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, hóf umræðuna en hún segir að nauðsynlegt sé að styrkja stöðu Akureyrar. Hún telur að umræða um skort á dagvistunarplássum og framboð af atvinnu séu meðal þátta sem hafa dregið úr fjölgun íbúa.

Bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins lögðu fram bókum um að ráðist verði í samkeppnisgreiningu fyrir bæinn, fyrirmarkaðssetningu á bænum á atvinnu- og íbúamarkaði.

Halla Björk Reynisdóttir, forseti bæjarstjórnar, segir að umræðan sé mikilvæg og málið verði áfram rætt í bæjarráði. Það sé alltaf verið að vinna í því að gera bæinn samkeppnishæfari.

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó