Listasafnið á Akureyri

Hafa sinnt 259 sjúkraflugferðum með 273 sjúklinga

Hafa sinnt 259 sjúkraflugferðum með 273 sjúklinga

Það sem af er ári hafa sjúkraflutningamenn frá Slökkviliði Akureyrar sinnt 259 sjúkraflugferðum með 273 sjúklinga. Þetta kemur fram á Facebook-síðu Slökkviliðsins.

Þar segir að flugferðum hafi fjölgað mikið síðustu ár en áhugavert verð að fylgjast með hvernig tölurnar þróist þetta árið.

Miðstöð sjúkraflugs á Íslandi er á Akureyri en þaðan sinnir Mýflug auk sjúkraflutningamanna frá Slökkviliði Akureyrar sjúkraflugi um allt land. Í sumum tilfellum koma einnig læknar með frá Sjúkrahúsinu á Akureyri.

UMMÆLI

Sambíó