Hafnarstræti á floti – MYNDBAND

Hafnarstræti á floti – MYNDBAND

Veðurstofa gaf fyrr í dag út rauða viðvörun á nærri öllu landinu þar sem varað var við vatnavexti og vindhviðum í ýmsum sveitarfélögum. Kaffinu barst myndskeið þar sem sést að Hafnarstræti á Akureyri er á floti og flæðir meðal annars úr holræsum, sjá myndband fyrir neðan. Fólk er hvatt til þess að vera ekki á ferð utandyra.

Rauð viðvörun fyrir Norðurland eystra tók gildi kl. 17:00 í dag og stendur til kl. 22:00 í kvöld. Appelsínugul viðvörun tekur við til kl. 05:00 í fyrramálið. Síðan lægir örlítið en appelsínugul viðvörun aftur kl. 08:00 og svo rauð tekur við kl. 10:00 á morgun.

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó