Akureyri-Færeyjar

Hagnýtar og áhugaverðar upplýsingar um umhverfismál á Akureyri

Hagnýtar og áhugaverðar upplýsingar um umhverfismál á Akureyri

Á vef Akureyrarbæjar má nú finna hagnýtar og áhugaverðar upplýsingar um umhverfismál í sveitarfélaginu. Sérstök athygli er vakin á flokkunarleiðbeiningum með helstu upplýsingum um grenndarstöðvar og endurvinnsluflokka.

Á vef bæjarins eru leigusalar, gististaðir og aðrir rekstraraðilar sem taka á móti ferðamönnum hvattir til að prenta út leiðbeiningarnar og/eða gera þær aðgengilegar með öðrum hætti.

Hvað flokkast sem lífrænn úrgangur? Hvernig á að endurvinna drykkjarfernur? Og hvað á að gera við notaða matarolíu? Svörin við þessum spurningum og mörgum öðrum eru í flokkunarleiðbeiningunum sem eru bæði á íslensku og ensku.

„Akureyringar hafa löngum verið í fararbroddi þegar kemur að því að flokka úrgang frá heimilum og fyrirtækjum. Sveitarfélagið veitir mikla og góða þjónustu þegar kemur að endurvinnslu og umhverfisvænum samgöngum. Sem dæmi eru 11 grenndarstöðvar á Akureyri þar sem hægt er að skila flokkuðum úrgangi, en auk þess tekur Molta á móti lífrænum úrgangi og jarðgerir. Þá er alltaf frítt í strætó á Akureyri og vegalengdir stuttar. Fyrir vikið eru óvíða betri aðstæður til að lifa umhverfisvænum lífsstíl,“ segir á vef bæjarins.

Kynntu þér málið nánar á akureyri.is/umhverfismal

UMMÆLI