Halldór Helgason X Hugleikur Dagsson samstarf

Halldór Helgason X Hugleikur Dagsson samstarf

Akureyringurinn Halldór Helgason, einn fremsti snjóbrettakappi heims, og Hugleikur Dagsson, þjóðþekktur listamaður og grínisti, hafa sameinað krafta sína í skemmtilegu samstarfi. Þeir eru báðir þekktir fyrir skapandi nálgun og óhefðbundnar aðferðir á sínu sviði.

Framsókn

Halldór og Hugleikur unnu saman við hönnun á tveimur snjóbrettum þar sem Hugleikur skapaði myndskreytingar í sínum einstaka stíl. Stíll Hugleiks, sem einkennist oft af svörtum húmor og glettnum uppákomum, fellur fullkomlega að kraftmikilli og leikandi ímynd Halldórs í snjóbretta heiminum.

Samstarfs-snjóbrettin tvö eru fáanleg í takmörkuðu upplagi í völdum verslunum í Evrópu og Norður Ameríku ásamt vefverslun YES Snowboards. Hér á Íslandi fást brettin hjá Kuldi sem er með verslun í Skeifunni og rekur einnig vefverslun.

Hér má sjá klippu sem framleidd var í tilefni samstarfsins

Sambíó

UMMÆLI