Prenthaus

Halldór Logi gráðaður í svart belti

Halldór Logi Valsson

Akureyringurinn Halldór Logi Valsson æfir og kennir brasilísku jiu-jitsu hjá Mjölni í Reykjavík, hann hefur tvívegis orðið Íslandsmeistari í sínum flokki og á fjöldan alla af verðlaunum frá öðrum mótum, bæði hér heima og erlendis.

Í gærkvöldi var Halldór gráðaður í svart belti í brasilísku jiu-jitsu. Bardagakappinn Gunnar Nelson gráðaði þá Halldór Loga og kollega hans Ómar Yamak í svart belti. Báðir hafa þeir náð frábærum árangri á jiu-jitsum mótum erlendis á þessu ári.

Með gráðuninni hafa 13 Íslendingar náð þeim áfanga að vera gráðaðir í svart belti.

UMMÆLI