Hallgrímur bestur hjá KA

KA menn luku keppni í Pepsi deildinni þetta sumarið í gær með 3-0 tapi gegn ÍBV í Vestmannaeyjum. Liðið endaði í 7. sæti deildarinnar með 29 stig. Í gærkvöldi var haldin uppskeruhátið liðsins og að venju voru einstaklingsverðlaun veitt leikmönnum.

Húsvíkingurinn Hallgrímur Mar var valinn besti leikmaður liðsins bæði af leikmönnum og stuðningsmönnum. Hallgrímur átti frábært sumar og náði þeim glæsilega áfanga að spila sinn 150. leik fyrir KA. Hallgrímur skoraði 7 mörk í 22 leikjum í sumar.

Ásgeir Sigurgeirsson var valinn efnilegasti leikmaður liðsins en þessi ungi og efnilegi leikmaður var fastamaður í liði KA og skoraði 5 mörk í 22 leikjum.

UMMÆLI

Sambíó