Hamingjudagar frumsýnt í Hofi á morgun

Hamingjudagar frumsýnt í Hofi á morgun

Leikverkið Hamingjudagar eftir Samuel Beckett verður frumsýnt í Svarta kassanum í Menningarhúsinu Hofi annað kvöld, föstudagskvöldið 2. september. Með hlutverk Vinní fer leikkonan Edda Björg Eyjólfsdóttir en eiginmann hennar leikur Árni Pétur Guðjónsson. Leikstjóri Hamingjudaga er Harpa Arnardóttir en um leikmynd og búninga sér Brynja Björnsdóttir.

„Ó, þetta er hamingjudagur, þetta verður enn einn hamingjudagur!“ segir Vinní, frægasta kvenpersóna Samuels Becketts. Hún er ákveðin í því að finnast lífið hamingjuríkt og fallegt, þrátt fyrir að útlitið sé allt annað en bjart.

Hamingjudagar er um takmarkalausan lífsvilja manneskjunnar og ódauðleika bjartsýninnar og er áreiðanlega lang skemmtilegasta leikrit nóbelshöfundarins sem lætur gamminn geisa með hrífandi húmor, visku og ólíkindi.

Aðeins verða fjórar sýningar í Hofi en svo fer sýningin suður í Borgarleikhúsið.

Sambíó

UMMÆLI