KIA

Handboltaveisla í KA heimilinu í dag

Það verður sannkölluð handboltaveisla í KA heimilinu á Akureyri í dag en bæði KA/Þór og KA eiga leiki í Grill66 deildum karla og kvenna. Bæði KA/Þór og KA eru búin að vera á miklu flugi í Grill 66 deildunum og eru ósigruð í vetur.

Klukkan 13:45 á KA/Þór leik við Aftureldingu en Afturelding situr í 6. sæti í Grill 66 deild kvenna með 3 stig eftir 4 leiki. Stelpurnar í KA/Þór eru með fullt hús eða 8 stig eftir fjóra leiki. Síðast kepptu þær gegn ÍR í Breiðholtinu og unnu þar nauman eins marks sigur. Sunna Guðrún varði m.a. víti á lokasekúndunum.

Strax þar á eftir, eða klukkan15:45 tekur meistaraflokkur KA á móti Ungmennaliði Stjörnunnar í KA heimilinu. Stjarnan U er í 8. sæti í Grill 66 deild karla með 4 stig eftir 5 leiki en KA á toppnum með 10 stig. Síðasti leikur KA liðsins var í Laugardalshöllinni þar sem þeir unnu góðan 5 marka sigur á Þrótti, 20-25.

Miðinn kostar 1.000 kr og gildir á báða leikina, þannig er tilvalið að gera sér ferð í KA heimilið og styðja bæði liðin til sigurs.

Á milli leikja verður hægt að versla pizzur, gos og fleira góðgæti. 3.flokkur karla hjá KA mætir svo Aftureldingu í bikarleik klukkan 17:45.

Stefnt er að því að sýna báða leikina úr Grill66 deildinni á KA-TV og hefja útsendingu frá KA/Þór leiknum væntanlega um klukkan 13:40 og útsendingin frá leik KA og Stjörnunnar um klukkan 15:40.

 

UMMÆLI