Handbolti: Þór tapaði naumlega gegn ValMynd/Palli Jóh.

Handbolti: Þór tapaði naumlega gegn Val

Þórsarar heimsóttu Val heim í handboltanum í gær, og töpuðu naumlega 30-27 eftir að Valur skoruðu þrjú síðustu mörk leiksins. Þórsarar leiddu á löngum köflum leiksins en urðu fyrir miklu áfalli eftir 40 mínútna leik þegar leikstjórnandinn Valþór Atli Guðrúnarson fór meiddur af velli eftir að hafa farið úr axlarlið.
Markahæstir í liði Þórsara var Valþór Atli Guðrúnarson og Ihor Kopyshynskyi með 6 mörk hvort en hjá Val var Róbert Aron Hostert með 7 mörk. 

Næsti leikur Þórs verður útileikur gegn Haukum laugardaginn 30. janúar klukkan 17:00. Leikurinn fer fram á Ásvöllum. 

Valþór Atli Guðrúnarson. Mynd/Palli Jóh.

UMMÆLI