Handboltinn verður aftur undir merkjum Þórs

Handboltinn verður aftur undir merkjum Þórs

Á aðalfundi Akureyri handbolta, sem fram fór á síðastliðið mánudagskvöld, var ákveðið að allir flokkar AHF og Þórs leiki undir merkjum Þórs frá og með næsta tímabili. Þetta var niðurstaða eftir að ÍSÍ hafði áður neitað Þór um að leika  undir merkjunum; Akureyri handbolti. Þessu er greint frá inn á heimasíðu Þórs.

Árangur AHF í vetur voru mönnum mikil vonbrigði en liðið féll úr efstu deild eins og kunnugt er og kemur til með að leika í Grill 66 deildinni á næsta tímabili.

Þar sem talsverð vinna fer í að gera upp og loka rekstri AHF og ljóst að ekki tekst að ljúka þeirri vinnu fyrir aðalfund Þórs, varð að fresta fundi AHF. Á framhaldsaðalfundi, sem haldin verður innan tíðar, verður kosið í stjórn og ráð.

Aðaltíðindin eru þau að frá og með næsta tímabili verður allur handbolti, sem áður var undir merkjum AHF, framvegis undir merkjum móðurfélagsins: Þórs.

Fréttin er unninn upp úr þætti N4, Taktíkin. Hér að neðan má hlusta á viðtalið í heild sinni.

Sambíó

UMMÆLI