Harður árekstur á Akureyri

Harður árekstur á Akureyri

Harður árekst­ur tveggja fólks­bif­reiða varð á gatna­mót­um Gler­ár­götu og Strand­götu á miðnætti. Þetta kemur fram á mbl.is.

Þar er haft eftir varðstjóra hjá lögreglunni á Norðurlandi eystra að annar bíllinn hafi farið yfir á rauðu ljósi. Fjórir einstaklingar voru í bílnum sem fór yfir á rauðu en einn var í hinum bílnum sem hafnaði á umferðarljósi.

Enginn var fluttur á slysadeild en einn kvartaði yfir eymslum í brjóstkassa og annar var með áverka á hendi. Báðir bílarnir eru mikið skemmdir

UMMÆLI