„Háskólalífið á Akureyri er mjög fjölbreytt þægilegt og skemmtilegt“

„Háskólalífið á Akureyri er mjög fjölbreytt þægilegt og skemmtilegt“

Næsti viðmælandi Kaffið.is frá Háskólanum á Akureyri er stúdent í fjölmiðlafræði við HA sem heitir Hilmar Örn Sævarsson.


  • Í HVAÐA NÁMI ERT ÞÚ?

Ég er í fjölmiðlafræði.

  • HVERNIG VAR FYRSTI DAGURINN ÞINN Í HA?

Á fyrsta deginum byrjaði ég á því að keyra inneftir á nýnemadaga, settist hjá einhverjum sem að ég þekkti, og síðan fundum við fleiri með okkur í hóp sem að við þekktum ekkert og fórum í svona ratleik, síðan kynntumst við einnig kennurunum og náminu. Gaman að segja frá því en ég er einmitt ennþá með sama hópnum og ég smalaði saman á nýnemadögunum og tel þá með mínum bestu vinum í dag.

  • HVERNIG FINNST ÞÉR HÁSKÓLALÍFIÐ Á AKUREYRI?

Háskólalífið á Akureyri er mjög fjölbreytt þægilegt og skemmtilegt. Það að geta valið að mæta bæði í tíma á staðnum og í gegnum Zoom eða í fjarnámi er alveg frábært.

  • HVAÐA RÁÐ MYNDIR ÞÚ GEFA NÝNEMUM SEM ERU AÐ HEFJA NÁM VIÐ HÁSKÓLANN?

Besta ráð sem að ég myndi gefa nýnemum er að mæta á alla viðburði, kynnast öðrum stúdentum, og vera virkur í félagslífi og námi.

  • ÞRJÁR ÁSTÆÐUR AF HVERJU ÞÚ VALDIR HÁSKÓLANN Á AKUREYRI?

Þrjár ástæður afhverju ég valdi HA, fyrsta er sú að ég þekki vel til á Akureyri og það var ekkert rosalega langt að heiman. Önnur ástæða er sú að þeir voru með nám sem að ég hafði mikinn áhuga á. Og síðasta ástæðan er sennilega sú að ég var búinn að heyra fullt af góðum hlutum um skólann frá öðrum og leist vel á.

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó