Prenthaus

Haukur ósáttur eftir breytingar á samkomutakmörkunum

Haukur ósáttur eftir breytingar á samkomutakmörkunum

Haukur Tryggvason, veitingamaður og tónleikahaldari á Græna hattinum á Akureyri, er óánægður með þær breytingar sem gerðar voru á samkomutakmörkunum í vikunni.

Hann segir það dálítið skítt að þurfa að færa tónleika og hafa lokað á Græna hattinum vegna samkomutakmarkanna á meðan það séu engin smit fyrir norðan. Þetta kemur fram á vef RÚV í dag.

„Okkur finnst hálffúlt að hafa lokað. Ef ég titla mig sem sviðslistir má ég taka við 50 manns en þarf að hafa númerað og merkt nafni. Svo má ég ekki hafa hlé og ekki selja veitingar þannig að það er alveg glatað fyrir mig. Þannig að það er bara áfram lokað fram til 15. febrúar og staðan svo bara endurmetin,“ segir Haukur í samtali við fréttastofu RÚV.

Fimm virk smit eru skráð á Norðurlandi eystra á vef covid.is í dag en þau greindust öll við landamæraskimun. Ekki hefur greinst nýtt smit á Norðurlandi eystra fyrir utan þau sem greinst hafa í landamæraskimun síðan 1. desember.

„Samkvæmt nýjum reglum sem tóku gildi í vikunni eru sviðslistir, bíósýningar og menningarviðburðir nú leyfðir. 50 manns mega vera á æfingum og á sýningum. Sitjandi gestir í sal mega vera allt að 100 fullorðnir og 100 börn fædd 2005 og síðar. Gestir skulu sitja í skráðum sætum. Áfram skal viðhafa tveggja metra reglu og grímuskyldu. Þessar breytingar hafa lítil áhrif á rekstur Græna hattsins,“ segir í frétt RÚV um málið en umfjöllun RÚV má lesa í heild sinni hér.

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó