Heildarfjöldi jarðskjálfta nálgast 800

Heildarfjöldi jarðskjálfta nálgast 800

Jarðskjálftahrinan úti fyrir Norðurlandi heldur áfram en kl.19:26 í kvöld varð skjálfti sem mældist M5,6. Hann fannst mjög víða um landið en engar tilkynningar hafa borist um tjón eða slys á fólki. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra.

Þar kemur einnig fram að heildarfjöldi jarðskjálfta á svæðinu það sem af er nálgast núna 800 þar af eru 56 stærri en M3.

Almannavarnadeild varar sérstaklega við því að í fjöllum næst upptökum skjálftans hefur orðið vart við grjóthrun og fólk sem hyggur á útivist á svæðinu ætti að hafa sérstakan vara á sér og líka þau sem ferðast um vegi undir hlíðum.

Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra og lögreglustjórinn á Norðurlandi eystra hvetja fólk sem býr á þekktum jarðskjálftasvæðum til þess að gera viðeigandi ráðstafanir vegna jarðskjálfta.

Á heimasíðu almannavarnadeildar ríkislögreglustjóra (www.almannavarnir.is) má nálgast upplýsingar um ýmsar varnir til að draga úr tjóni og/eða slysum í jarðskjálfta, bæði á heimilum og vinnustöðum, sjá hér https://www.almannavarnir.is/…/ja…/varnir-gegn-jardskjalfta/

Á vef Veðurstofunnar er hægt að senda inn tilkynningar hafi fólk fundið fyrir jarðskjálfta og sjá yfirlit yfir jarðskjálfta síðustu 48 klst. www.vedur.is


UMMÆLI

Sambíó