Heildræn heilsuhátíð í Stórutjarnaskóla næstu helgiMynd/Stórutjarnaskóli

Heildræn heilsuhátíð í Stórutjarnaskóla næstu helgi

Helgina 22 og 23 febrúar verður haldin Heildræn Heilsuhátíð í Stórutjarnaskóla í Ljósavatnsskarði. 

Opið er á laugardag frá 10 – 17:00, Kvöldvaka kl. 19:00. Sunnudagur opið 10:00 – 15:00

Boðið verður upp á fyrirlestra, fjölbreyttar meðferðir og miðlun ásamt því að nokkrir aðilar verða með söluborð og kynningar á sinni starfssemi.

Meðal fyrirlesara og meðferðaraðila má nefna Kolbrúnu Björnsdóttur grasalækni sem mun tala um hormónaheilsu heildrænt. Nicolai Engelbrecht andlegur leiðbeinandi sem mun bjóða upp á einkatíma í orkuheilun, ásamt því að vera með hóptíma í öndunarvinnu, Egyptian Breathwork. 

Orkusteinar, ein stærsta verslun með kristalla og leiðsagnaspil koma og vera með okkur.
18 meðferðaraðilar verða á staðnum og bjóða upp á einkatíma, heilun, nudd, höfuðbeina og spjaldhryggjameðferð á bekk og í vatni, ásamt yoga, tónheilun og hugleiðslu. Miðlun og spá. Áruteiknun og transmiðlun.

Þær stöllur Sigríður Ásný Sólarljós, María Sigurðardóttir og Sigrún Björg Aradóttir standa að baki þessum viðburði og er þetta annað árið sem hann er haldinn.
Það kostar 1000,- kr inn á svæðið. Verð á einkatímum er stillt í hóf og er þetta gott tækifæri til þess að prófa eitthvað nýtt. Hægt verður einnig að kaupa mat á staðnum.
Á laugardagskvöldinu verður haldin kvöldvaka þar sem boðið verður upp á 100% hreinan súkkulaðidrykk, öndun, hreyfingu og tónheilun með 8 gongspilurum. Skráning er á þann hluta hátíðarinnar..
Hægt er að skoða nánar dagskrána á fésbókinni undir Heildræn Heilsuhátíð

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó