Heimilisbrauð innkallað vegna aðskotahlutarMynd/Myllan

Heimilisbrauð innkallað vegna aðskotahlutar

Myllan hefur ákveðið, í samráði við Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur, að innkalla heil Heimilisbrauð 770 g með best fyrir 27.01.2025 vegna aðskotahlutar sem sást á röntgenmyndum við hefðbundið gæðaeftirlit en mögulega er um að ræða brot úr peru. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Myllunni, þar segir einnig:

Neytendum er bent á að neyta ekki 770 g Heimilisbrauðs með best fyrir dagsetningu 27.01.2025 heldur farga þeim eða skila í verslanir þar sem þau eru keypt eða til Myllunnar Blikastaðavegi 2.

Brauðunum hafði verið dreift í verslanir um allt land.

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó