Heiti fossinn við Pollinn mun hverfa með tilkomu Skógarbaðanna

Heiti fossinn við Pollinn mun hverfa með tilkomu Skógarbaðanna

Heitt vatn sem rennur úr Vaðlaheiðargöngum mun ekki lengur renna út í Pollinn á Akureyri með tilkomu Skógarbaðanna. Til stendur að leiða vatnið í baðlónið sem stefnt er á að opna í febrúar.

Í umfjöllun RÚV um málið segir að hópur kajakræðara og strandbrettafólks harmi það að ekki verði lengur hægt að fara að fossinum sem hefur verið vinsæll á meðal þeirra.

„Við eigum eftir að sakna hans. Af því að þetta er búið að vera svo mikil heilsubót og þetta er búin að vera mjög mikil upplifting fyrir svæðið að hafa þennan foss hérna. Við erum mjög mikið hérna. Við erum að leika okkur, taka myndir og njóta í raun og veru,“ segir Sigrún Björg Aradóttir, ein þeirra sem hafa nýtt staðinn mikið, í samtali við fréttastofu RÚV.

Sigrún segir að með tilkomu fossins hafi hópurinn sem stundar róður í Pollinum margfaldast og að ferðaþjónusta hafi byggst upp í kringum greinina.

Ítarlega umfjöllun um fossinn má finna á vef RÚV.

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó