Heppinn í ástum sigraði 48 stunda gamanmyndakeppnina

Heppinn í ástum sigraði 48 stunda gamanmyndakeppnina

Gamanmyndahátíð Flateyrar í samstarfi við Reykjavík Foto stóðu fyrir 48 stunda gamamyndakeppni á dögunum, þar sem þátttakendur fengu aðeins 48 klst til að fullvinna stutta gamanmynd með þemanu Heppni/Óheppni.

Alls voru á þriðja tug stuttmynda sendar inn í keppnina, þar sem landsmenn gátu horft á þær og kosið sína uppáhalds gamanmynd.

Kosningin stóð yfir á heimasíðu Gamanmyndahátíðarinnar,  www.IcelandComedyFilmFestival.com og er hægt að horfa á allar innsendar myndir þar.

Það var myndin Heppinn í Ástum eftir þá Árna Þór Guðjónsson, Jón Ólaf Hannesson og Killian G.E Briansson Fitzgibbon sem sigraði kosninguna og hlutu þeir að launum glæsilega Canon myndavél frá Reykjavík Foto.

Allir þátttakendur í 48 stunda gamanmyndakeppninni fengu þar að auku hátíðararmbönd á Gamanmyndahátið Flateyra, sem er án efa fyndnasta kvikmyndahátíð Íslands.

Hátíðin í ár fer fram dagana 13.-16. ágúst. Á hátíðinni verður sýndar bæði nýjar og gamlar innlendar og erlendar gamanmyndir í bland við uppistand, leiksýningar, tónleika og fleira.

Hægt er að horfa á sigurmyndina hér


Hægt er að horfa á allar myndirnar sem tóku þátt í keppninni hér

UMMÆLI