Hissa á því að Sjálfstæðisflokkurinn banni lausagöngu katta: „Er þetta ekki flokkurinn sem er á móti boðum og bönnum?“

Hissa á því að Sjálfstæðisflokkurinn banni lausagöngu katta: „Er þetta ekki flokkurinn sem er á móti boðum og bönnum?“

Gísli Marteinn Baldursson, sjónvarpsmaður og fyrrum borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, er hissa á ákvörðun Sjálfstæðisflokksins á Akureyri að banna lausagöngu katta. Ákvörðun var tekin í bæjarstjórn Akureyrar í gær um að banna lausagöngu katta í bænum frá árinu 2025.

Sjá einnig: Lausaganga katta verður bönnuð á Akureyri

Ljóst er að skiptar skoðanir eru á ákvörðuninni en málið hefur vakið töluverða athygli um land allt og hefur meðal skapast umræða á samfélagsmiðlinum Twitter. Gísli Marteinn spyr hvort að Sjálstæðisflokkurinn sé ekki sá flokkur sem er vanalega á móti boðum og bönnum.

„Ég er aðallega hundamaður en það er gleðiefni fyrir börn og fullorðna í Rvk að hitta ketti á gangstéttum og görðum og gefur lífinu lit. Furðuleg ákvörðun,“ skrifar Gísli á Twitter.

Kári Gautason, sérfræðingur hjá Bændasamtökum Íslands og frambjóðandi VG í Norðausturkjördæmi í þingkosningunum sem fóru fram í haust, segist styðja ákvörðun Akureyringa. „Þessi kvikindi drepa ógurlegt magn af smáfuglum árlega sér til dægrastyttingar,“ skrifar Kári á Twitter.

Hér að neðan má sjá brot úr umræðunni sem hefur myndast um málið á Twitter:

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó