Hjartað í Vaðlaheiði snýr aftur í náinni framtíð

Hjartað í Vaðlaheiði snýr aftur í náinni framtíð

Stóra hjartað sem lýsti upp Vaðlaheiði fyrir tæpum tíu árum mun snúa aftur í náinni framtíð. Þetta segir Þórgnýr Dýrfjörð, forstöðumaður Akureyrarstofu, í samtali við Vikudag.

Sjá einnig: Unnið að því að koma hjartslættinum í Vaðlaheiði í gang

Stóra hjartað sem lýsti upp Vaðlaheiði fyrir tæpum tíu árum mun snúa aftur í náinni framtíð. Þetta segir Þórgnýr Dýrfjörð, forstöðumaður Akureyrarstofu, í samtali við Vikudag.

Nú standa yfir prófanir hjá Rafeyri á ledljósum sem á að nota í verkefnið. Hjartað sem birtist fyrst í Vaðlaheiði árið 2008 og svo aftur veturinn 2009 til 2010 var á stærð við fótboltavöll.

Ef allt gengur upp mun hjartað fara aftur af stað árið 2020

„Í hvert skipti sem þetta er nefnt þá finnst okkur koma bylgja áhuga og hlýju og fólk talar mikið um hjartað. Þótt langt sé síðan ljósin loguðu síðast þá virðist það eiga sér marga fylgjendur,“ segir Þórgnýr en nánar er fjallað um málið á vef Vikudags.

UMMÆLI

Sambíó