Hjólaþjófnaður hefur aukist verulega – Lögreglan varar við hjólaþjófumMynd: Kaffid.is/Jónatan

Hjólaþjófnaður hefur aukist verulega – Lögreglan varar við hjólaþjófum

Lögreglan á Akureyri segir hjólastuld hafa aukist til muna hér á Akureyri. Lögreglunni hefur borist fjölda tilkynninga að reiðhjólum við hús fólks hafi verið stolið. Einnig hefur töluvert borið á grunsamlegu fólki að taka í húna á bílhurðum til að reyna að komast yfir verðmæti, segir í tilkynningu lögreglu.

Lögreglan hvetur fólk því til að læsa bílunum sínum undantekningarlaust og hýsa hjólin sín inni ef hægt er, annars að læsa þeim tryggilega en ekki skilja þau eftir óvarin eða á áberandi stöðum fyrir framan húsin sín.

Tilkynninguna í heild sinni, sem birtist á facebooksíðu lögreglunnar, má lesa hér að neðan:

Sambíó

UMMÆLI