Hjónanámskeið á Akureyri

Valentine Couple. Portrait of Smiling Beauty Girl and her Handsome Boyfriend making shape of Heart by their Hands. Happy Joyful Family. Love Concept. Heart Sign. Laughing Happy Lovers. Valentines Day

28.janúar næstkomandi verður námskeið haldið í Glerárkirkju á Akureyri undir umsjón sr. Þórhalls Heimissonar. Námskeiðið ber heitið ,,Jákvætt námskeið um hjónaband og sambúð“ og er markmið námskeiðsins að veita hjónum og sambýlisfólki tækifæri til þess að skoða samband sitt í nýju ljósi. Þá er leitast við að pörin eflist af námskeiðinu með því að tileinka sér aðferðir sem hjálpa þeim að öðlast betra líf saman.

Efni námskeiðsins er kynnt með fyrirlestrum og samtölum en það þarf enginn að tjá sig frekar en hann/hún vill. Þá eru öll pör hvött til að mæta, hvort sem að þau eiga langt hjónaband að baki eða hafa nýlega kynnst og hafið nýtt samband.

Þetta er sama námskeið og nú hefur verið haldið í tuttugu og eitt ár bæði hérlendis og erlendis. Námskeiðið hefur ávallt verið vel sótt og síðasta námskeið var t.a.m. fullt setið. Yfir 6000 pör hafa tekið þátt frá árinu 1996.
Hægt er skoða viðburðinn hér. 

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó