Hlaupaleiðin og götu lokanir í Color Run

Hlaupaleiðin og götu lokanir í Color Run

Á laugardag fer Color Run fram í miðbæ Akureyrar. Líkt og í fyrra þá verður rás- og endamark hlaupsins á túninu sunnan við Greifavöllinn og verður hlaupið suður eftir Hólabraut og Túngötu í gegnum miðbæinn um Ráðhústorg, Skipagötu, Hafnarstræti, Aðalstræti, Naustafjöru, þar sem þátttakendur snúa við og hlaupa nánast sömu leið til baka og endar hlaupið svo við Brekkugötu.

Hlaupaleiðina má sjá myndrænt á meðfylgjandi mynd þar sem einnig má sjá væntanlegar götulokanir en óhjákæmilegt er að loka nokkrum götum í miðbæ Akureyrar á meðan hlaupið stendur yfir. Þær götur sem verða lokaðar vegna The Color Run eru:

  • Brekkugata frá Ráðhústorgi að Klapparstíg
  • Hólabraut
  • Smáragata og Gránufélagsgata við Laxagötu
  • Túngata
  • Bankastígur
  • Strandgata við Geislagötu
  • Skipagata
  • Kaupvangsstræti frá gatnamótum Drottningarbrautar að Hafnarstræti
  • Hafnarstræti
  • Austurbrú
  • Naustafjara
  • Aðalstræti (þar af leiðandi Duggufjara og Búðarfjara)

Viðburðarsvæðið við Greifavöllinn opnar kl. 15 á laugardag með upphitun fyrir hlaupið og ræst verður af stað í hlaupið frá klukkan 16.00

UMMÆLI