Hlíðarfjall og íþróttamannvirki loka vegna COVID-19

Hlíðarfjall og íþróttamannvirki loka vegna COVID-19

Skíðasvæðinu í Hlíðarfjalli hefur verið lokað um ókominn tíma. Þetta kemur fram í tilkynningu á vef Hlíðarfjalls.

Á vef Akureyrarbæjar segir að Akureyrarbær far að tilmælum stjórnvalda, sóttvarnalæknis, ÍSÍ og UMFÍ. Þetta þýðir að skíðasvæðið í Hlíðarfjalli verður lokað á meðan samkomubanni stendur, að frátöldum göngubrautum, og sama gildir um öll önnur íþróttamannvirki Akureyrarbæjar, að sundlaugum frátöldum.

Þetta eru: Íþróttahöllin, Íþróttahús Glerárskóla, Íþróttamiðstöð Giljaskóla, Íþróttahús Síðuskóla, Íþróttahús Naustaskóla, Íþróttahús Oddeyrarskóla, Boginn, Íþróttahús KA, Skautahöllin, Reiðhöllin og Íþróttahúsið í Hrísey.

Nánar á vef Akureyrarbæjar.

UMMÆLI